Algengar spurningar
Spurt og svarað
Á hverju ári eru um þúsund innbrot á Höfuðborgarsvæðinu tilkynnt til Lögreglu. Reykvörn er með þeim öflugustu vörnum sem hægt er að fá til þess að stöðva innbrot á stuttum tíma. Meðal viðbragðstími innan borgarmarka eru um 5-10 mínútur við bestu aðstæður. Okkar markmið er að minnka það niður í 15-20 sekúndur.
Stutta svarið er nei.
Reykurinn er unninn úr matvælavottuðum innihaldsefnum og má því nota þar sem hreinlæti skiptir mestu máli eins og t.d. í matvöruverslunum eða á veitingastöðum.
Við ábyrgjumst að það þurfi ekki. Reykurinn skilur ekkert eftir sig og hverfur í óloftuðu rými á rúmlega 40 mínútum. Engin sót, ekkert ryk og engin lykt.
Það getur alltaf gerst en ekkert slæmt mun gerast. Þú munt mögulega þurfa lofta út. En uppsetningar miðast út frá því að lágmarka þessa áhættu. Við getum látið ákveðna hreyfiskynjara virkja vélarnar eða stillt þær á tíma svo þær fari í gang eftir að þjófavarnarkerfi hefur verið virkjað í ákveðinn tíma.
Nei, þess þarf ekki. Oft dugar að beina reykvélunum að verðmætunum eða því sem telst vera ákjósanlegt þýfi. Sem dæmi á bensínstöðvum eða söluturnum er reykvélunum yfirleitt miðað beint að tóbakinu og/eða öðrum verðmætum.
Í langflestum tilvikum er hægt að tengja við önnur þjófavarnarkerfi. Best er að hafa samband og segja okkur hvaða kerfi þú ert með. Þá getum við aðstoðað þig. Til dæmis eru AJAX öryggiskerfi einstaklega auðveld til að nota með reykvélunum okkar. En reykvélarnar okkar er hægt að tengja við flest öll öryggiskerfi.
Við mælum við alltaf með því að fá viðurkenndan aðila til þess að setja upp reykvél. Hjá Reykvörn starfa viðurkenndir tæknimenn Smoke Screen sem hafa sérhæft sig í uppsetningum. Annars erum við alltaf til í aðstoða þig og gefa ráð.