Þegar þú þarft að vera viss –

veldu öryggiskerfi sem skilar árangri.

Fyrirtækið

Heimilið

Lagerhúsnæðið

Byggingarsvæðið

Sumarbústaðurinn

Fyrirtækið

Þú eyðir orku, tíma og umhyggju í reksturinn – leyfðu okkur að vernda hann.

Með reykvélum frá okkur geturðu tekið öryggið í þínar hendur. Reykvélar bregðast við um leið og innbrot á sér stað, þær blinda innbrotsþjófinn alveg og gera erfitt fyrir að stela. Þannig að þú getur slakað á – því vörnin þín er klár, allan sólarhringinn.

Fyrirtækið

Þú eyðir orku, tíma og umhyggju í reksturinn – leyfðu okkur að vernda hann.

Með reykvélum frá okkur geturðu tekið öryggið í þínar hendur. Reykvélar bregðast við um leið og innbrot á sér stað, þær blinda innbrotsþjófinn alveg og gera erfitt fyrir að stela. Þannig að þú getur slakað á – því vörnin þín er klár, allan sólarhringinn.

Heimilið

Öryggi heimilisins byrjar áður en eitthvað gerist.

Við hjá Reykvörn trúum því að allir eigi rétt á öruggu heimili. Þess vegna bjóðum við upp á öflug myndavélakerfi og reykvélar sem passa upp á fjölskylduna þína og allt það sem skiptir máli – jafnvel þegar enginn er heima.

Heimilið

Öryggi heimilisins byrjar áður en eitthvað gerist.

Við hjá Reykvörn trúum því að allir eigi rétt á öruggu heimili. Þess vegna bjóðum við upp á öflug myndavélakerfi og reykvélar sem passa upp á fjölskylduna þína og allt það sem skiptir máli – jafnvel þegar enginn er heima.

Lagerhúsnæðið

Þú hefur lagt á þig mikla vinnu – við hjálpum þér að verja hana.

Lagerinn geymir verðmæti sem skipta máli. Reykvélarnar okkar leggja áherslu að allt haldist öruggt, líka þegar enginn er á staðnum.

Lagerhúsnæðið

Þú hefur lagt á þig mikla vinnu – við hjálpum þér að verja hana.

Lagerinn geymir verðmæti sem skipta máli. Reykvélarnar okkar leggja áherslu að allt haldist öruggt, líka þegar enginn er á staðnum.

Byggingarsvæðið

Verkfæri og tæki eru verðmæt – við hjálpum þér að verja þau.

Við vitum hvað góð verkfæri og tæki geta kostað. Hvort sem það eru reykvélar sem verja gám eða geymslu, eða myndavélar sem fylgjast með svæðinu – við bjóðum lausnir á þitt vinnusvæði sem virka.

Byggingarsvæðið

Verkfæri og tæki eru verðmæt – við hjálpum þér að verja þau.

Við vitum hvað góð verkfæri og tæki geta kostað. Hvort sem það eru reykvélar sem verja gám eða geymslu, eða myndavélar sem fylgjast með svæðinu – við bjóðum lausnir á þitt vinnusvæði sem virka.

Sumarbústaðurinn

Auðvelt að fara – þegar bústaðurinn er í öruggum höndum.

Öryggismyndavélar og reykvél vinna saman að því að halda óboðnum gestum í burtu. Einföld lausn sem skilar miklu.

Sumarbústaðurinn

Auðvelt að fara – þegar bústaðurinn er í öruggum höndum.

Öryggismyndavélar og reykvél vinna saman að því að halda óboðnum gestum í burtu. Einföld lausn sem skilar miklu.

Hvernig virkar þetta?

Reykvörn er öflugt öryggiskerfi sem notar reykvél til að fylla rými með þéttum, skaðlausum reyk við innbrot. Þannig sér innbrotsþjófurinn ekkert. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki.

Skynjar hreyfingu ef kerfið er á verði
Reykvélin tengist öryggiskerfi sem virkjast við innbrot, t.d. með hreyfiskynjurum, hurðarskynjurum eða panik takka.

Reykvélin fer í gang
Um leið og kerfið nemur óeðlilega hreyfingu sendir það merki til reykvélarinnar sem blæs út þéttum reyk sem fyllir rýmið á nokkrum sekúndum.

Rýmið fyllist af skaðlausum reyk

Reykurinn gerir ómögulegt að sjá inni í rýminu – sem kemur í veg fyrir að þjófar nái að stela verðmætum. Þú getur ekki stolið því sem þú sérð ekki.

Langvarandi áhrif
Reykurinn helst í loftinu í allt að 40 mínútur í lokuðu rými, sem hindrar þjófa í að athafna sig og gefur viðbragðsaðilum dýrmætan tíma til að koma á vettvang.

Þjónustuskoðanir – Öryggi í fyrirrúmi

Við hjá Reykvörn bjóðum reglulegar þjónustuskoðanir á öllum reykvélum og tengdum öryggisbúnaði. Markmiðið er að tryggja að kerfið þitt virki ávallt áreiðanlega þegar á þarf að halda.

Skoða