Verndaðu fyrirtækið þitt og leigðu reykvél frá okkur

Sem fyrirtækjaeigandi veistu hversu mikilvægt er að tryggja öryggi starfsfólks, eigna og viðskiptavina. Með leigu á reykvél frá Reykvörn færðu öfluga innbrotsvörn sem stoppar þjófa á örskotsstundu – fyrir aðeins 7.990 kr á mánuði+vsk.

Okkar reykvélar virkjast strax og innbrot á sér stað og fylla rými á 15-20 sekúndum af þéttum, skaðlausum reyk og gera þjófum ókleift að sjá og því sem þeir ætla stela. Þetta er einföld og áhrifarík leið til að vernda skrifstofur, vöruhús, verslanir eða byggingarsvæði.

Með leigunni er þjónustuskoðun innifalin, svo við sjáum til þess að búnaðurinn sé alltaf í toppstandi – án aukakostnaðar.

Leiga á reykvél er sveigjanleg lausn sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum, án þess að þurfa stóra fjárfestingu. Uppsetning er áreiðanlega og fagmannlega framkvæmd (eitt gjald, 45.000 kr á vél + vsk), og þú getur einbeitt þér að rekstrinum á meðan við tryggjum öryggið.

„Þú eyðir orku, tíma og umhyggju í reksturinn – leyfðu okkur að vernda hann.“

Hafðu samband í dag í gegnum skráningu hér fyrir neðan, reykvorn@reykvorn.is  eða í síma 588-1705 til að fá sérsniðið tilboð eftir þínum þörfum.

Hvernig virkar þetta?

Reykvörn er öflugt öryggiskerfi sem notar reykvél til að fylla rými með þéttum, skaðlausum reyk við innbrot. Þannig sér innbrotsþjófurinn ekkert. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki.

Skoða reykvélar

1

Skynjar hreyfingu ef öryggiskerfið er á verði

2

Reykvélin fer í gang og blæs út skaðlausum reyk

3

Rýmið fyllist af skaðlausum reyk á 15-20 sekúndum

4

Þjófurinn sér ekkert. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki

Algengar spurningar

Á hverju ári eru um þúsund innbrot á Höfuðborgarsvæðinu tilkynnt til Lögreglu. Reykvörn er með þeim öflugustu vörnum sem hægt er að fá til þess að stöðva innbrot á stuttum tíma. Meðal viðbragðstími innan borgarmarka eru um 5-10 mínútur við bestu aðstæður. Okkar markmið er að minnka þann tíma niður í 15-20 sekúndur.

Stutta svarið er nei. 

Reykurinn er unninn úr matvælavottuðum innihaldsefnum og má því nota þar sem hreinlæti skiptir mestu máli eins og t.d. í matvöruverslunum eða á veitingastöðum.

Við ábyrgjumst að það þurfi ekki. Reykurinn skilur ekkert eftir sig og hverfur í óloftuðu rými á rúmlega 40 mínútum. Engin sót, ekkert ryk og engin lykt.

Það getur alltaf gerst en ekkert slæmt mun gerast. Þú munt mögulega þurfa lofta út. En uppsetningar miðast út frá því að lágmarka þessa áhættu. Við getum látið ákveðna hreyfiskynjara virkja vélarnar eða stillt þær á tíma svo þær fari í gang eftir að þjófavarnarkerfi hefur verið virkjað í ákveðinn tíma.

Nei, þess þarf ekki alltaf. Oft dugar að beina reykvélunum að verðmætunum eða því sem telst vera ákjósanlegt þýfi. Sem dæmi á bensínstöðvum eða söluturnum er reykvélunum yfirleitt miðað beint að tóbakinu og/eða öðrum verðmætum.

Í langflestum tilvikum er hægt að tengja við önnur þjófavarnarkerfi. Best er að hafa samband og segja okkur hvaða kerfi þú ert með. Þá getum við aðstoðað þig. Til dæmis eru AJAX öryggiskerfi einstaklega auðveld til að nota með reykvélunum okkar. En reykvélarnar okkar er hægt að tengja við flest öll öryggiskerfi.

Við mælum við alltaf með því að fá viðurkenndan aðila til þess að setja upp reykvél. Hjá Reykvörn starfa viðurkenndir tæknimenn Smoke Screen sem hafa sérhæft sig í uppsetningum. Annars erum við alltaf til í aðstoða þig og gefa ráð.

Reykvörn er vörn sem virkar