Skilmálar
Skilmálar
1. Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Reykvörn ehf., kt. 420824-0920, með aðsetur að Hlíðasmára 6. Fyrirtækið er skráð í fyrirtækjaskrá Skattsins og er með virðisaukaskattsnúmer 153860. Hægt er að hafa samband við seljanda í síma 588-1705 eða með tölvupósti á reykvorn@reykvorn.is.
2. Verð og greiðslur
Öll verð í vefversluninni eru gefin upp með virðisaukaskatt. Greiðslur fara fram með öruggum greiðslumiðlum sem tilgreindir eru í greiðsluferli vefverslunarinnar.
3. Afhending vöru
Afhending vöru fer fram samkvæmt þeim afhendingarmáta sem valinn er við kaup. Seljandi ber ábyrgð á vöru þar til hún hefur verið afhent kaupanda eða tilgreindum viðtakanda.
4. Skilafrestur og skilaréttur
Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 og lögum um neytendasamninga nr. 16/2016 hefur kaupandi rétt á að falla frá kaupum innan 14 daga frá móttöku vöru án þess að tilgreina ástæðu.
Til að nýta réttinn skal kaupandi senda ótvíræða tilkynningu um ákvörðun sína til seljanda, t.d. með tölvupósti. Kaupandi ber ábyrgð á kostnaði við endursendingu vöru nema um sé að ræða gallaða eða ranga vöru.
Skilyrði fyrir endurgreiðslu:
- Varan skal vera ónotuð og í upprunalegum, óskemmdum umbúðum.
- Allir fylgihlutir og handbækur skulu fylgja með.
- Framvísa skal sölureikningi eða kvittun.
Endurgreiðsla fer fram með sama greiðslumiðli og notaður var við kaupin, nema annað sé sérstaklega samið.
5. Ábyrgð
Viðskiptakaup á vörum, hvort sem þau eru gerð af fyrirtækjum eða opinberum aðilum, eða einstaklingum sem kaupa til atvinnurekstrar, lúta ákvæðum laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup.
Kaup einstaklinga á vörum sem eingöngu eru ætluð til einkanota, utan atvinnustarfsemi, falla undir lög nr. 48/2003 um neytendakaup.
Þegar einstaklingar kaupa þjónustu gilda ákvæði laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.
Ábyrgðin nær ekki til:
- Galla sem rekja má til rangrar notkunar, slysa eða vanrækslu.
- Eðlilegs slits vegna notkunar.
- Vöru sem hefur verið opnuð eða viðgerð af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila.
Ef vara reynist gölluð skal kaupandi hafa samband við seljanda og framvísa sölureikningi. Seljandi mun þá bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu, allt eftir atvikum.
Ábyrgðartakmörkun
Reykvörn ehf. selur reykvélar og annan öryggisbúnað án ábyrgðar á tjóni sem kann að hljótast af því að búnaður fari ekki í gang, bili eða virki ekki á tiltekinn hátt. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni, þar með talið tjóni sem hlýst af innbroti, skemmdum eða fjárhagstjóni, jafnvel þótt búnaður sem seldur er hafi ekki komið í veg fyrir slíkt.
6. Persónuvernd
Seljandi fer með persónuupplýsingar í samræmi við persónuverndarlög nr. 90/2018. Upplýsingar eru einungis notaðar í tengslum við viðskiptin og eru ekki afhentar þriðja aðila nema með samþykki kaupanda eða samkvæmt lagaskyldu.
7. Lög og varnarþing
Um viðskipti samkvæmt þessum skilmálum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur skal hann rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.