Um okkur
Er ekki kominn tími til þess að hugsa þjófavarnir upp á nýtt?
Það er almenn þekking að hefðbundin þjófavarnakerfi gera lítið til þess að stöðva innbrotsþjófa. Við vitum það, og innbrotsþjófarnir líka.
Eftir að þjófavarnarkerfi fer í gang hafa innbrotsþjófar minnst 5-10 mínútur áður en nokkuð viðbragð kemur á staðinn.
Markmið okkar er að minnka það niður í 15-20 sekúndur.
Við gerum það með því að fylla rýmið af skaðlausum reyk svo ekki sé hægt að sjá neitt í rýminu. Reykurinn verður fyrsta viðbragðið og er áhrifaríkt inngrip.
Reykvélar hafa verið notaðar í yfir 30 ár um allan heim með áhrifaríkum hætti til þess að stemma stigum við innbrotum. Nú er þessi tækni loksins komin til Íslands. Reykurinn er algjörlega skaðlaus, skilur ekkert eftir sig og er lyktarlaus. Hugmyndin er einföld, þú getur ekki stolið því sem þú sérð ekki.
Reykvörn er viðurkenndur söluaðili Smoke-Screen. Hjá Reykvörn starfa vottaðir tæknimenn af Smoke-Screen. Reykvörn hefur sýnt fram á 85% minni líkur á þjófnaði við innbrot.
Hægt er að tengja reykvélarnar við flest öll þjófavarnarkerfi.