Skip to product information
1 of 1

Rapid Deploy - færanleg reykvél

Rapid Deploy - færanleg reykvél

  • Heimsending
  • 14 daga skilafrestur*
  • Leiga í boði

Fullbúin Reykvél fyrir þá sem þurfa reykvörn á mismunandi stöðum.

Rapid Deploy er með innbyggðum hreyfiskynjara og einfaldri fjarstýringu.

Byggir á sama grunni og S55 reykvélin.

Nær fullri virkni á aðeins 10 mínútum eftir að stungið er í samband. Rapid Deploy er gríðarlega öflug og fer af stað með miklum látum og skilur eftir sig skaðlausan reykvegg sem ekkert sést í gegnum. Reykur sem hangir í loftinu í allt að 40 mínútur.

Deploy getur mettað 50-70fm rými  á 15-20 sekúndum.

Fullkomin lausn fyrir verktaka eða þá sem eru stöðugt á mismunandi stöðum en þurfa að verja verðmæti.

Þetta tæki er einnig hægt að leigja hjá okkur til skemmri tíma.

Tæknilýsing

Virkni

  • On/off með fjarstýringu
  • Innbyggður hreyfiskynjari

Tengileiðir

  • 5 input og 8 out
  • LCD skjár á stjórborði fyrir stillingar og log

Bygging

  • Sterkbyggður stálkassi
  • 37x23x14
  • 14.5kg uppsett

Vökvi 

  • 1000ml

Staðlar

  • EN50131:8 and IEC62642:8.
  • CNPP Rating: Class I Category 30

IP-vöktun

  • Tengimöguleikar við IP-Vöktun

Ábyrgð

  • 3 ár

Gögn

Vilt þú leigja reykvél?

View full details

Er ekki kominn tími til þess að hugsa þjófavarnir upp á nýtt?

Hefðbundin kerfi láta vita af innbroti – en þau stöðva ekki þjófinn. Þjófar vita að þeir hafa 5–10 mínútur áður en viðbragð mætir á staðinn.

Við hjá Reykvörn höfum þegar sett upp ótal reykvélar á Íslandi sem hafa skilað frábærum árangri.

Af hverju reykvél?

  • Virkjast strax þegar innbrot á sér stað.
  • Fyllir rýmið með þéttum, skaðlausum reyk á aðeins 15–20 sekúndum.
  • Blindar þjófinn alveg. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki.
  • Vörn sem nýtist bæði stórum sem smáum rýmum.

Hentar fyrir:

  • Vöruhús og lagera.
  • Verslanir þar sem hver mínúta skiptir máli.
  • Skrifstofur með dýrum tækjabúnaði.
  • Heimili og sumarhús.
  • Byggingarsvæði þar sem verðmæti eru geymd.

Reykvélar eru einfaldar, öruggar og áhrifaríkar – og þær virka í raunverulegum aðstæðum.

Hvernig virkar þetta?

Reykvörn er öflugt öryggiskerfi sem notar reykvél til að fylla rými með þéttum, skaðlausum reyk við innbrot. Þannig sér innbrotsþjófurinn ekkert. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki.

Skoða reykvélar

1

Skynjar hreyfingu ef öryggiskerfið er á verði

2

Reykvélin fer í gang og blæs út skaðlausum reyk

3

Rýmið fyllist af skaðlausum reyk á 15-20 sekúndum

4

Þjófurinn sér ekkert. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki

Spurt og svarað

Afhverju reykvörn?

Á hverju ári eru um þúsund innbrot á Höfuðborgarsvæðinu tilkynnt til Lögreglu. Reykvörn er með þeim öflugustu vörnum sem hægt er að fá til þess að stöðva innbrot á stuttum tíma. Meðal viðbragðstími innan borgarmarka eru um 5-10 mínútur við bestu aðstæður. Okkar markmið er að minnka það niður í 15-20 sekúndur.

Er reykurinn eitraður?

Stutta svarið er nei. 

Reykurinn er unninn úr matvælavottuðum innihaldsefnum og má því nota þar sem hreinlæti skiptir mestu máli eins og t.d. í matvöruverslunum eða á veitingastöðum. 

Þarf að þrífa eftir að reykvél fer í gang?

Við ábyrgjumst að það þurfi ekki. Reykurinn skilur ekkert eftir sig og hverfur í óloftuðu rými á rúmlega 40 mínútum. Engin sót, ekkert ryk og engin lykt.

Hvað ef þjófavarnarkerfið fer óvart í gang?

Það getur alltaf gerst en ekkert slæmt mun gerast. Þú munt mögulega þurfa lofta út. En uppsetningar miðast út frá því að lágmarka þessa áhættu. Við getum látið ákveðna hreyfiskynjara virkja vélarnar eða stillt þær á tíma svo þær fari í gang eftir að þjófavarnarkerfi hefur verið virkjað í ákveðinn  tíma.

Þarf ég að fylla allt rýmið af reyk?

Nei, þess þarf ekki. Oft dugar að beina reykvélunum að verðmætunum eða því sem telst vera ákjósanlegt þýfi. Sem dæmi á bensínstöðvum eða söluturnum er reykvélunum yfirleitt miðað beint að tóbakinu og/eða öðrum verðmætum.

Ég er með mitt eigið þjófavarnarkerfi, get ég tengt reykvél við það?

Í langflestum tilvikum er hægt að tengja við önnur þjófavarnarkerfi. Best er að hafa samband og segja okkur hvaða kerfi þú ert með. Þá getum við aðstoðað þig. Til dæmis eru AJAX öryggiskerfi einstaklega auðveld til að nota með reykvélunum okkar. En reykvélarnar okkar er hægt að tengja við flest öll öryggiskerfi.

Get ég sett reykvélina upp sjálf/ur?

Við mælum við alltaf með því að fá viðurkenndan aðila til þess að setja upp reykvél. Hjá Reykvörn starfa viðurkenndir tæknimenn Smoke Screen sem hafa sérhæft sig í uppsetningum. Annars erum við alltaf til í aðstoða þig og gefa ráð.