Þegar þú þarft að vera viss –

veldu öryggiskerfi sem skilar árangri.

Reykvörn – NX Witness

Reykvörn er stoltur þjónustuaðili NX Witness VMS frá Network Optix. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að nýta sér þetta kraftmikla og notendavæna eftirlitskerfi sem hefur sannað sig á heimsvísu.

NX Witness er hugbúnaður sem gerir auðvelt að stjórna öryggismyndavélum, fylgjast með atburðum í rauntíma og finna upptökur á skjótan og skilvirkan hátt. Með einföldu og hraðvirku viðmóti veitir hann notendum fulla yfirsýn – hvar sem þeir eru.

Hjá Reykvörn færðu:

  • Uppsetningu og ráðgjöf sem tryggir að kerfið henti þínum rekstri.
  • Þjónustu og stuðning á Íslandi, með þekkingu á innviðum og þörfum fyrirtækja hér á landi.
  • Heildarlausnir þar sem NX Witness er kjarninn í myndavélakerfinu, en hægt er að samþætta það með myndavélum, snjallskynjurum og öðrum öryggiskerfum.

Við hjá Reykvörn trúum því að öryggiskerfi eigi að vera einföld í notkun en jafnframt öflug.

NX Witness – snjallasta leiðin til að hafa yfirsýn og öryggi

Einfalt, hraðvirkt og öflugt myndavöktunarkerfi sem hentar jafnt fyrir fyrirtæki sem og stofnanir. Með NX Witness geta atvinnurekendur, verslanir, vöruhús og jafnvel ríkisstofnanir fylgst með öllum aðgerðum í rauntíma – hvar og hvenær sem er. Öryggi, skilvirkni og stjórn í þínum höndum.

Milesight – meira en bara myndavélar

Hágæða öryggismyndavélar, NVR upptökutæki, snjallskynjarar og svo margt fleira sem veitir skýra yfirsýn. Lausnir sem henta jafnt heimilum, fyrirtækjum og stofnunum.

Smoke Screen – þú stelur ekki því sem þú sérð ekki

Reykvélar sem virkjast strax við innbrot, fylla rýmið á örfáum sekúndum með þéttum og skaðlausum reyk sem gerir þjófum ómögulegt að sjá inni í rýminu. Einföld, áhrifarík og traust lausn sem verndar fyrirtæki, verslanir og heimili.

Er ekki kominn tími til að hugsa þjófavarnir upp á nýtt?

Hefðbundin kerfi láta vita af innbroti – en þau stöðva ekki þjófinn. Þjófar vita að þeir hafa 5–10 mínútur áður en viðbragð mætir á staðinn.

Við hjá Reykvörn höfum þegar sett upp ótal reykvélar á Íslandi sem hafa skilað frábærum árangri.

Af hverju reykvél?

  • Virkjast strax þegar innbrot á sér stað.
  • Fyllir rýmið með þéttum, skaðlausum reyk á aðeins 15–20 sekúndum.
  • Blindar þjófinn alveg. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki.
  • Vörn sem nýtist bæði stórum sem smáum rýmum.

Hentar fyrir:

  • Vöruhús og lagera.
  • Verslanir þar sem hver mínúta skiptir máli.
  • Skrifstofur með dýrum tækjabúnaði.
  • Heimili og sumarhús.
  • Byggingarsvæði þar sem verðmæti eru geymd.

Reykvélar eru einfaldar, öruggar og áhrifaríkar – og þær virka í raunverulegum aðstæðum.

Hvernig virka reykvélar?

Reykvörn er öflugt öryggiskerfi sem notar reykvél til að fylla rými með þéttum, skaðlausum reyk við innbrot. Þannig sér innbrotsþjófurinn ekkert. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki.

Skoða reykvélar

1

Skynjar hreyfingu ef öryggiskerfið er á verði

2

Reykvélin fer í gang og blæs út skaðlausum reyk

3

Rýmið fyllist af skaðlausum reyk á 15-20 sekúndum

4

Þjófurinn sér ekkert. Þú stelur ekki því sem þú sérð ekki

Þjónustuskoðanir – Öryggi í fyrirrúmi

Við hjá Reykvörn bjóðum reglulegar þjónustuskoðanir á öllum reykvélum og tengdum öryggisbúnaði. Markmiðið er að tryggja að kerfið þitt virki ávallt áreiðanlega þegar á þarf að halda.

Skoða